Þá gengur Menntakvika í garð og hefst í dag (2. okt. 2025) með spennandi opnunarmálstofu sem ber heitið “Kennaramenntun í deiglunni. Hvar stöndum við?”
Mín rannsóknarteymi eru með framlög á þremur málstofum í ár, en þau eru:
10:45-12:15 – Sjálfbær starfsþróun kennara til að auka gæði náms og kennslu
Edda Elísabet Magnúsdóttir – Samræða og endurgjöf í náttúruvísindakennslu til að efla hugtakaskilning nemenda
12:45-14:15 – Stafrænir möguleikar og alþjóðleg viðmið í faggreinakennslu
Haukur Arason og Edda Elísabet Magnúsdóttir – Náttúruvísindahluti aðalnámskrár í ljósi kenningaramma TIMSS og PISA
14:30-16:00 – Rýnt í niðurstöður PISA 2022: Árangur í læsi, stærðfræði og náttúruvísindum
Edda Elísabet Magnúsdóttir og Haukur Arason – Vísindalæsi íslenskra unglinga: Þróun á árangri í PISA skoðuð í ljósi áherslna núverandi kjarnanámsefnis
Erindið byggir á þessari grein sem gefin var út af Tímariti um uppeldi og menntun 2025
4. okt – Vinnusmiðjur
11:30-12:30 – Náttúruvísindi fyrir börn og unglinga – Sjáðu, prófaðu og upplifðu!
Leave a comment